<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 07, 2004

06.05.´04 

Afmælisdagurinn minn í gær endaði bara á því að vera hinn allra besti dagur. Bleika fiðrildakakan kláraðist upp til agna í vinnunni og ég fékk að vita að ég yrði alveg excellent mamma í að baka kökur fyrir framtíðarbarnaafmæli (meiriháttar). Svo fékk ég 2 ammlispakka frá útlöndum, frá mömmu og Sonju. Mamma gaf mér æðislega sumarlega röndótta Esprit tösku, krúttlega bangsalyklakippu og svakalega skemmtilegt kitch hálsmen sem á hangir bleikur tásluskór (smá svona Carrie fílingur í því sko). Frá Sonju fékk ég svo baðdót en hún skipaði mér að fara í gott og langt bað eftir allt labbið í NY!

Viggi stóð sig samt auðvitað best og gaf mér pakka nr. 2 í gær (fékk sko einn úti í USA). Svaka fallegt silfurarmband. Já, úr Aurum - hvernig vissuð þið!?? Ha, ha. Elska þessa búð. Mæli með henni fyrir alla sem langar í flotta og kúl skartgripi. Karlar -þið sláið pottþétt í gegn ef þið gefið konunni úr henni. Garanterað! Svo fórum við út að borða á Lækjarbrekku sem var svo kósí. Svo þetta var ekki bara venjulegur fimmtudagur eftir allt. Þetta var ammalisdagurinn minn 06.05.04 :) Jei.

Kvöldið endaði svo reyndar á því að ég sat hágrenjandi uppi í risi með Kiss málningu lekandi um allt andlit er vinkonur mínar í Sex & the City kvöddu mig á skjánum. Oh, allt endaði svo hrikalega vel og happí. Og ég var svo hamingjusöm. Og ég var svo sorgmædd. Vildi bara ekki kveðja þær. Snööööökt. Langar í meira. Meira, meira, meira.

Nú verður maður bara að varðveita Sex fílinginn og transmitta hann í gegnum sjálfan sig og vinkonurnar í framtíðinni. Já, stefnum að því. Pant samt ekki vera Míranda þótt ég sé rauhærð og á leiðinni með barn...! Til að sannfæra mig um að ég væri enn hipp og kúl tók ég eitt gott test á netinu.

You are Carrie.  Cute, quirky and intelligent, men find it so easy to fall in love with you but things always seem to end in tears.  you're a commitment-phobe and you find it really
You are Carrie. Cute, quirky and intelligent, men
find it so easy to fall in love with you but
things always seem to end in tears. you're a
commitment-phobe and you find it really hard to
get over your exes. Your dress sense is to die
for and you blow most of your money on clothes,
shoes and cocktails. Gay men love you.


"A 'Sex and the City' quiz"
brought to you by Quizilla


Prófiði!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker