<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 24, 2004

Áttundi áttundi 

Oh, það er svo gaman á kóræfingum. Reynir bæði á bjartsýnina í manni og þolinmæðina. Jú, og æfir raddböndin líka um leið. Er svo gefandi og gaman finnst mér. Ég var sem sagt að koma af kóræfingu og við vorum að byrja á einu algjöru hlussuverki eftir einhvern Haydn gæja... sorrý, er alls ekki sterk að mér í tónfræðinni! En hann samdi þetta líka voðalega fallega verk sem heitir Sköpunin og telur alls hvorki færri né fleiri en 217 blaðsíður í þykkri bók! Lítur vel út og mér líst bara vel á þetta en það er stefnt að því að flytja verkið með fleiri kórum á Mývatni í byrjun júní. Ég þangað.

Nú, annað fréttnæmt er kannski helst: Bumbufréttir. Það var aðeins kíkt á krakkann í dag en við fórum í sónar. Og það var voða gaman og ansi merkilegt. Krakkinn er orðinn meira en helmingi stærri en þegar við fórum síðast, enda er ég núna komin nákvæmlega 20 vikur og 3 daga (en þá bara 11 vikur og 2 daga). Og það virtist allt vera í lagi :) Þetta voru þvílíkar fimleikaæfingar sem við fengum að sjá hjá krílinu en það var í stuði. Ekki sofandi eins og mest allan tímann síðast! Og svo stefnir það að koma í heiminn 08.08. - mjög flott dagsetning... ætla sko að reyna að hitta á hana! Ekki það að maður ráði því neitt víst hmm... Það er fyndið frá því að segja að hún Elva vinkona var einmitt sett á nákvæmlega sama degi með hann Úlf krútt í fyrra. Og svo átti hún 12. ágúst. Við gerum svona flest (ja, alla vega ansi margt) eins svo það kæmi mér ekki á óvart ef barnið kæmi 12. ágúst. Og héti svo Úlfar eða Ylfa. Nei, djók... aðeins of langt gengið kannski! Ha, ha.

Svo við erum bara öll í góðum fíling. Ég verð að segja að tengingin við bumbuna styrktist aðeins eftir þennan sónar. En kúlan er enn mjög lítil og nett og sést alls ekki mikið. Það er t.d. enn fullt af fólki í vinnunni sem hefur ekki hugmynd um þetta. Og mér finnst svo fínt að þetta sé svona lítið. Er ekkert fyrir manni og maður getur gert allt án þess að þurfa að hugsa alltaf "oh, ég er ólétt..." eða eitthvað álíka. Ég finn ennþá ekki neinar hreyfingar (held alla vega ekki...) en ég fékk að vita að það stafar helst af því legið og barnið liggur djúpt ofan í grindinni og líka af því fylgjan er framan á. Svoleiðis er það nú.

Jæja, ætla að fara að lesa nafnabókina og reyna að finna einhver nöfn sem mér finnast falleg. Las eitthvað í bókinni um daginn og komst að því að mér finnst alveg svakalega fá nöfn falleg... eiginlega allt bara ljótt. Alla vega var ekkert þá sem mér finnst passa á þennan krakka. Kemur í ljós!

Hvernig líst ykkur annars á stúlkunöfnin Kapítóla, Ásla, Rósinkara og Rögn?
Eða drengjanöfnin Knörr, Yrkill, Sveinungi og Kaprasíus?

Jah, ég bara spyr?!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker