<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 02, 2004

Krílið fyrirferðamikla 

Ég á nokkrar vinkonur sem búa úti í löndum, fjarri vinum og vandamönnum. Þær segjast kíkja nokkrum sinnum á dag á bloggið mitt til að athuga hvort Erla sé búin að röfla eitthvað meira í dag en í gær. Svo ég ætla að reyna að vera duglegri að skrifa baaaaaaara fyrir þær! Ekki að ég hafi nú svo sem mikið að segja. Þetta blogg er tileinkað þeim :)

Óléttan gengur vel. Er búin með 17 vikur og komst að því í morgun að ég er komin með smá kúlu. Þrjóskaðist í vinnuna í þrengstu gallabuxunum mínum og sá fljótt eftir því! Var með hneppt frá og rennt niður allan daginn - frekar smekklegt. Ég hef sem sagt officially lagt þessum gallabuxum í bili. Ég á einar aðrar sem eru aðeins víðari í mittið sem ég ætla að nota aðeins lengur á meðan þær meiða mig ekki. Annars var ég að spá í að redda mér bara e-s konar teygju/stroffi og græja á gallabuxurnar þannig að ég geti notað þær með kúluna. Og fleiri buxur sem ég á. Ég hlýt að geta föndrað það. Ætla að reyna að splæsa ekki í nein óléttuföt þar til úti í USA í apríl.

Annars er ég fyrst núna að finna fyrir smá óléttuþreytu og einhverjum strange einkennum. Er oft með hausverk og dugi rétt daginn. Þarf að læra inn á þetta og venjast því að vera ekki alltaf á spani. Easier said than done! Fékk líka kastið á Vigga um helgina. Hann var svo leiðinlegur og bla bla veit ekki hvað og hvað. Var ekkert sérlega skemmtileg. Fattaði það eftir á sko. Og ég grenjaði yfir Nicolai og Julie á sunnudagskvöldið ...hmm... þetta kríli er rétt 12 cm og 115 grömm og farið að ráða öllu strax! Já, ég þarf að venjast því líka.

Annars verð ég að segja ykkur frá einu mögnuðu. Eða mér finnst það. Þannig er að Hilli vinur Vigga var að tala við vinkonu mömmu sinnar á msn, en Hilli býr úti í USA. Þau eru bara að spjalla um daginn og veginn og veðrið eins og gengur og gerist þegar vinkona mömmu hans, sem heitir Gerða, segir Hilla að "rauðhærða stelpan sem var að vinna í Kolaportinu" = ég, sé ólétt. Og þetta var á ca. 10. viku þegar við höfðum aðeins sagt fjölskyldu og nánustu vinum frá þessu. Hilli sagðist ekkert hafa heyrt um það en skyldi tékka. Gerða sagði þetta fullvíst þar sem hún hefði áður fengið svona óléttuskilaboð og þau hefðu aldrei klikkað! Og jú, hún Gerða skyggna hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Þessu bara laust niður í hausinn á henni allt í einu.
Ég þekki þessa konu lítið eitt, en hún var alltaf að vinna niðri í Koló þegar ég var að vinna þar með afa Skarpa. Og hún sagðist alltaf vera skyggn. Og geta spáð. Hún var með mömmu í skóla þegar þær voru yngri og mamma sagði hana alltaf vera að spá fyrir fólki, bæði þegar þær voru yngri og enn í dag. Ég trúði því svona rétt mátulega. Veit ekki af hverju. Og svo koma þessi skilaboð frá henni! Alveg magnað.

Mér varð svo um að ég hringdi í Gerðu til að ræða hvernig þetta kom til og annað. Fannst þetta í meira lagi forvitnilegt atvik. Ég meina, við erum að tala um mig og litla lífið inni í mér! Hvað veit hún um það? Hún sagðist kunna að taka við svona skilaboðum að handan og hún hafi bara allt í einu fengið þessi skilaboð. Basta. Og það hafi verið gleði og bjart í kringum þetta allt. En þetta væri greinilega kríli sem vildi láta vita af sér! Fyrr má nú vera. Og ég sem hélt að ég væri fyrirferðamikil og athyglissjúk! Gott að krílið fái nú eitthvað frá mömmu sinni. Ó, já. HERE I COME :)
Jóna kellan hans pabba dreymdi þessa óléttu líka mörgum sinnum áður en ég sagði þeim frá þessu. Svo þau sögðust bæði hafa vitað þetta áður en við sögðum þeim frá þessu. Já, krílið er að koma sér að. Það er alveg ljóst!

Annars er það að frétta fyrir utan kúlufréttir að það er kominn nýr leigjandi í kjallarann hjá okkur. Það hringdu milljón manns en ég valdi einstæðan 25 ára gamlan nörd. Fíla það. Geta varla verið læti í honum eða vesen. Þetta er strákur sem kennir efnafræði uppi í Háskóla og spilar á básúnu eða eitthvað álíka. Og jú, syngur í kór - með mér! Ok, ég er kórnörd. Líst alla vega vel á hann. Er saaaallarólegur. Vona bara að hann æfi sig á hljóðfærið uppi í tónlistarskóla...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker