<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 06, 2004

Að heimskast upp... 

Ein samstarfskona mín sagði mér í kjölfarið á þeirri umræðu sem ég setti hér á bloggið um minnisleysi á meðgöngu, að rannsóknir sýna að heilinn á konum minnkar eftir að þær hafa fætt barn!! Æji maður. Á maður bara eftir að heimskast upp eða hvað? Nei, segi svona. En pæliði í því! Þetta er alveg ótrúlegt. Samkvæmt Dagnýju Zöega ljósmóður á doktor.is (sjá svar hennar við fyrirspurn minni hér fyrir neðan) verða konur gáfaðri á meðgöngu en vanalega en hún gleymdi að taka það fram að þær verði svo heimskari þegar barnið er fætt!
Veit það ekki. Getur verið að lögmál náttúrunnar taki bara völdin og láti heilastöðvar nýbakaðrar móður snúast fyrst og fremst um umönnun á barninu en ekki um neitt óþarfa krapp eins og vinnuna eða skólann? Þetta er annars alveg stórmerkilegt finnst mér. Heilinn bara hreinlega skreppur saman! Það hljóta einhverjar ómerkilegar ónothæfar dyr hans að lokast. Maður þarf nú þegar á öllu sínu að halda í dag og hvað gerist þá þegar heilabúið tekur hreinlega upp á því að minnka?! Ég hef bara ekki efni á því að heimskast upp! Og stækkar hann svo aftur?

Mér finnst þetta magnað. Ha, ha :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker