<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ebay 

Verð að segja að www.ebay.com er alveg magnað fyrirbæri. Fyrir þá sem ekki vita er þetta amrísk uppboðssíða sem selur allan fjandann. Allt frá bókum og upp í bíla. Og allt þar á milli. Maður getur alveg týnd sér í marga klukkutíma að skoða úrvalið þarna. Og svo er allt svo svaka ódýrt maður. Og það er bæði hægt að kaupa notað og nýtt dót.

Við gerðumst svo djörf að bjóða í eina North Face úlpu. Ný dúnúlpa sem einhver var að selja. Þetta var hörkuspennandi uppboð síðustu mínúturnar en maður þurfti að sitja við tölvuna og bjóða í á móti einhverjum sem var að reyna að vinna hana af okkur. Ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Og við "unnum" úlpuna. Þ.e. keyptum hana. Greiddum hana og létum senda til frænku minnar í New York. Ætluðum svona að sjá hvort úlpan myndi nú ekki skila sér, fannst við vera að taka dálitla áhættu og svona. En viti menn - úlpan var mætt til frænku strax daginn eftir! Alveg súper fast diliverí.

Bara svona fyrir þá sem langar að vita þá kostar svona úlpa 22.000 kall hér heima í Útilífi en við fengum hana á tæplega 8000 kall með sendingarkostnaði. Munar heilum helling.

Svo núna erum við orðinn ennþá sjúkari í þessa frábæru síðu og erum farin að skoða digital myndavélar á ótrúlegu verði og meira útivistarstöff. Það er spurning hvað maður á að ganga langt í þessu. T.d. varðandi myndavélarnar. Þær eru nýjar, en svo er alltaf spurning með ábyrgð og annað.

En Ebay úlpan bíður okkar (Vigga) bara í N.Y. - Við erum að koma elskan!
Og svo er bara að splæsa í annað stykki handa mér - og jú auðvitað bumbulíusi.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker