<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 20, 2004

Húsmóðir og sjálfboðaliði 

Það er nú svo sem ekki mikið að frétta af mér þessa dagana. Er akkúrat rétt í þessu bara að drepa tímann á meðan lærið er í ofninum. Já, þið heyrðuð rétt! Ég er sko með læri í ofninum eins og ekta íslensk húsfrú. Og móðir auðvitað. Maður er sko að standa sig. Nei, án gríns – lærið er í ofninum...en það er nú fyrst og fremst af því að við fengum þetta blessaða læri gefins síðastliðið haust úr sveitinni hjá systur hans Vigga og það er búið að taka allt plássið í frystinum síðan þá! Og svo var hún Halldóra frænka akkúrat að koma til landsins frá Stokkhólmi í gær þar sem hún og fjölskylda hennar býr. Svo það var upplagt að slá nokkrar flugur með þessu læri. Svo í kvöld er sko íslenskt sveita-fjallalamb á disknum mínum, með ekta brúnni sósu (júts, ég kann víst að búa hana til), grænum baunum, soðnum kartöflum og rauðkáli. Mmmmmm hlakka til að smakka á herlegheitunum.

Annars er það kannski helst að frétta þessa dagana að ég er loks orðin sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum. Hef ætlað að gera það lengi og það er nú komið af stað. Maður verður sko að vera góður stundum. Reyndar held ég að ég sé samt góð eiginlega stundum alltaf.

Ég er orðin svona “vinkona” ungrar 18 ára stúlku sem hefur orðið fyrir miklu einelti í sínu lífi. Ég verð vinkona hennar ca. 2 x í mánuði um 2 tíma í senn. Það er nú það minnsta sem maður getur gert. Hittumst á kaffihúsi í vikunni og það var svo fínt að tala við hana. Gekk bara prýðilega. Ég fann að hana vantaði augljóslega einhvern til að tala við. Á sama og engar vinkonur. Alveg hrikalegt. Svo ég ætla að gera mitt allra besta til að peppa hana upp og láta henni líða vel og fá sjálfstraustið aftur. Ég hlýt nú að vera ágætis fyrirmynd. Bara eins gott að hún þekkti mig ekki þegar ég var sjálf á hennar aldri... úff.

Eftir að hafa hitt hana var mér svo mikið hugsað til þess hvað það er mikilvægt að eiga vini. Já, og kunningja. Bara fólk til að hitta og hanga með og tala við og deila hlutunum með, hversu lítilvægir sem þeir eru.

Fjölskyldan mín er ekki svo þétt svo ég hef alltaf verið svakalega háð vinkonum mínum. Og það er frábært hvað ég á æðislegar vinkonur. Þær eru mér hreinlega allt. Gæti ekki lifað án þeirra. Svo á ég frábæra vinnufélaga í Gallup sem skipta mig líka mjög miklu máli. Ég held að ég gæti kallað marga þeirra vini mína í dag. Maður er í kringum þá allan daginn og ýmis mál eru rædd. Það er ómetanlegt.

Svo það er án efa rosalega erfitt að vera 18 ára fín og sæt stelpa með sínar vonir og þrár, strákamál og drauma og hafa engan til að deila því með. Geta ekki farið á böllin í skólanum af því þú þekkir engan til að fara með. Mér væri þetta ómögulegt.

Svo ég er svakalega þakklát elsku vinir. Ég elska ykkur öll (er sentimental óléttukrappið nokkuð eitthvað að sækja á núna eða...?!)
Knús smús.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker