<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Fimm stelpur punktur com 

Fór í gærkvöldi á Fimm stelpur punktur com. Það var lokaæfing og fólk mátti mæta og fylgjast með. Sýningin var samt alveg tilbúin og gekk eins og í sögu. Og þetta var alveg ágætt. Ég hló helling og svona en hafði þó heyrt alla brandarana áður. Það er orðið eitthvað soldið gamalt og morkið að standa á sviði á Íslandi í dag og tala um konur og karla og samskipti þeirra. Búið að gera eitthvað svo mikið af því undanfarið. Staðalmyndunum hent fram alveg hægri vinstri - þótt ég kannaðist nú við fæst af því sem þær voru að tala um. Hvernig konur pissa, stjórna köllunum sínum, hvernig kallar eru glataðir í rúminu og allt það. Reyndar var eitt fyndið. Þær voru að tala um að kallar finna svo oft ekki snípinn. Svo þær komu með þá hugmynd að skíra snípinn upp á nýtt = Sportbarinn... til að karlar myndu bæði finna hann og nota hann meira! Svo fannst einni erfitt að segja píka og talaði um „skeggjaða sjafnaryndið“ Alveg súrt... jæks!

Ég hefði í alvöru talað verið miklu meira til í að hlusta á Fimm karla punktur com. Aldrei heyrir maður í þeim. Hverjar eru klysjurnar um okkur? Hvað hafa þeir um samskipti kynjanna að segja? Held það hefði verið mun fyndnara. Jú, Hellisbúinn sló í gegn á sínum tíma og þar var karlmaður að tala um þetta. Þá var þetta nýtt og ferskt og ég man að ég dó næstum því úr hlátri. En ég vill heyra meira í karlmönnum þjóðarinnar! Speak out!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker