<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 23, 2004

Erla misheppnaða 

Ég er Erla misheppnaða núna.
Konudagurinn fór svo með mig að ég klessti á. Og það ekkert lítið. Og á lánsbíl. Alveg glatað. Fór á bíl systur hans Vigga í bollukaffi til ömmu og á leiðinni heim tókst mér að köka bílinn hennar. Bara hreinlega man ekki hvernig þetta gerðist, bara allt í einu var allt í klessu. Ok, það er eitt að klessa á, en að vera ekki á sínum eigin bíl heldur á lánsbíl gerir þetta mun leiðinlegra en ella. Og þau eru bara búin að eiga bílinn í mánuð. Æ, æ, aumingja ég núna! Bara nenni ekki svona veseni. Ok, jú, ég er fegin að sleppa ómeidd. Ég er fegin að hafa ekki slasað neinn annan (nema bílana). En ég vildi að þetta hefði verið minn bíll.

Og ég sem var að monta mig við einhvern um daginn að ég hefði aldrei svo mikið sem klesst á snjóskafl eða staur á minni 11 ára bílprófsævi. Aldrei neitt. Hefði betur haldið KJ með það. Það hlaut að koma að þessu. Ég er (stend ennþá við það) þessi multi-task-ökukona sem kann að borða, drekka, skipta um stöð, tala í símann og glossa mig á sama tíma á ferð. Reyndar var ég með tvær hendur á stýrinu í gær og skil þetta þess vegna ekki alveg!

En ó, well. Ég fékk alveg vægt sjokk eftir þetta og titraði og skalf í þó nokkurn tíma. Vorkenndi systur hans Vigga og mági svo fyrir að eiga þennan kökuklessta bíl. Eftir mig. Svo eftir að því sjokki lauk fór ég að spá í fjárhagslega tjóninu sem við urðum fyrir - sem er að vísu bara sjálfsábyrgðin því bíllinn var í kaskó. En ég fór að mæla það í barnavagni, barnabílstól, barnarúmi og barna- hinu og þessu. Þvílík vitleysa. Auðvitað eru peningar aukaatriði þegar svona fer. En mér líður bara svo misheppnað með þetta. Glatað.

Er að fara til þeirra á eftir og hreinlega með í maganum yfir þessu. Þau vita um þetta (voru sko úti í útlöndum þegar þetta gerðist) og ég veit að auðvitað eru þau spæld. En vonum að þau hafi hjarta í sér til að fyrirgefa mér þetta. Það er hægt að gera við bílinn og það mun víst ekkert sjást.

Best að kenna óléttunni um þetta :)
Ah, mér líður aðeins betur!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker