<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 21, 2004

Erla kerla? 

Ég er í sjokki.
Einn góður vinnufélagi minn kallaði mig Erlu kerlu í vinnunni á föstudaginn! Nú er ég víst ekki Erla perla lengur heldur Erla kerla í hans huga þar sem ég er að verða mamma. Kemst ekki í fjallgöngur og get ekki dottið íða og eitthvað.
Æææææj nei! Plís ekki. Ég sem er búin að ákveða að vera kúl gella alla meðgönguna og töffaramamma!
Verður maður að kellingu þegar maður eignast kiddara?
Kannski í augum þeirra barnlausu? Breytist ímynd fólks á manni strax á 16. viku meðgöngu! Hjálp.
Úff ég veit það ekki.

En eitt er víst að ég lofa sjálfri mér hér með að standa mig eins vel og ég get í að verða ekki að Erlu kerlu. Ég bara fíla það ekki.
Erla perla it is and will be.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker