þriðjudagur, janúar 20, 2004
Trúarbragðapælingar
Trú er flókið fyrirbæri fyrir mér. Heyrði í fréttum að frönsk stjórnvöld ætla að banna fólki að ganga með áberandi trúartákn eins og blæjur, stóra krossa og gyðingakollhúfur. Já, þvílíkt og annað eins - er þetta hægt? Er betra að reyna að þurrka út "vandamálið" heldur en að einbeita sér að rótum vandans? Ætli þessir hlutir eins og blæjan, krossinn og húfan sé í alvöru málið? Hefur ekki hver rétt á að hafa sinn smekk og frelsi í klæðaburði jafnt sem tali? Ja, ég bara spyr. Þetta er jú flókið, en að halda að allt verði betra þegar fólk getur ekki merkt sig ákveðinni trú held ég að geri hlutina ekkert betri. Frjálslyndið ekki alveg að drepa Frakkana hér. Jú, það eru án efa stór vandræði sem hljótast á milli kaþólskra og þeirra fjölda múslima sem þar búa en ég efast um að blæjan og krossinn séu málið þegar upp er staðið. Það þarf frekar að kenna umburðarlyndi og virðingu fyrir "hinum", kenna fólki að lifa í sátt og samlyndi hvort sem það er með grænt hár, gulltennur, í strápilsi, með blæju, kross eða kollhúfu. Það hlýtur að vera hægt. Á endanum.
Spurningin er alltaf hversu langt á að ganga. Ég man eftir að ég las einhvers staðar að múslimar sem voru í meirihluta í einhverjum litlum bæ í Þýskalandi fengu því framgengt að kirkjuklukkurnar í bænum sem höfðu klingt á hverjum sunnudegi í aldaraðir skyldu þagna. Kirkjuspilið töldu þeir móðgun við sig og sína trú. Hugsið ykkur. Banna þetta og banna hitt er held ég ekki alveg að gera sig. Frekar að læra að sætta sig við, taka fólki eins og það er og fara millileiðina þegar deilt er.
Pís bró.
Spurningin er alltaf hversu langt á að ganga. Ég man eftir að ég las einhvers staðar að múslimar sem voru í meirihluta í einhverjum litlum bæ í Þýskalandi fengu því framgengt að kirkjuklukkurnar í bænum sem höfðu klingt á hverjum sunnudegi í aldaraðir skyldu þagna. Kirkjuspilið töldu þeir móðgun við sig og sína trú. Hugsið ykkur. Banna þetta og banna hitt er held ég ekki alveg að gera sig. Frekar að læra að sætta sig við, taka fólki eins og það er og fara millileiðina þegar deilt er.
Pís bró.
Comments:
Skrifa ummæli