sunnudagur, janúar 25, 2004
Helgin
Helgin var fín. Laugardagurinn fór í maraþonkóræfingu sem stóð beisikklí yfir allan daginn. En það var þess virði, lærðum fullt enda ekki seinna vænna þar sem tónleikar eru á næsta leiti. Já, skora á alla að koma og hlusta á Kammerkór Hafnarfjarðar syngja með Erlu kórsöngfugl innanborðs!
Í dag sunnudag var svo farið í sund og fengið sér tilheyrandi pulla á eftir. Kringlan eignaðist nokkra peninga frá okkur en ég splæsti í þessar fínustu buxur og í svona ljósastjörnu til að hengja í gluggann... - gat ekki ákveðið mig hvort mig langaði meira í hvíta og gráa eða turkish litaða svo ég splæsti bara í báðar!! Veit er klikk ... Þær eru æði. Begga vinkona er með eina svona græna í glugganum hjá sér og ég féll alveg fyrir henni.
En well, Elva, Torfi og Úlfur komu svo í heimsókn og við horfðum saman á Tékkana gjörsamlega ganga frá Íslendingum í handboltanum. Alveg svekkjandi hvað við erum eitthvað léleg þessa dagana í boltanum. Í alvöru þá finnur maður móralinn í íslensku samfélagi sveiflast með gengi "strákanna okkar". Þegar þeim gengur vel eru allir svo kátir og ánægðir og fjölmiðlarnir brosandi (einu jákvæðu fréttirnar oft á tíðum) en þegar þeir tapa þá fellur mórallinn í ákveðna lægð og fólk og fjölmiðlar pirra sig yfir því hvað þeir hafi nú verið lélegir greyin. Helst einhvern veginn í hendur finnst mér! Buðum svo Elvu og kó í heimagerða pizzu eftir leikinn. Úlfur er alltaf í stuði, alltaf brosandi og sætur.
Þannig fór um helgi þá. Sem sagt, ekkert slúður og ekkert spes að gerast. En þannig eru oft bestu helgarnar.
Í dag sunnudag var svo farið í sund og fengið sér tilheyrandi pulla á eftir. Kringlan eignaðist nokkra peninga frá okkur en ég splæsti í þessar fínustu buxur og í svona ljósastjörnu til að hengja í gluggann... - gat ekki ákveðið mig hvort mig langaði meira í hvíta og gráa eða turkish litaða svo ég splæsti bara í báðar!! Veit er klikk ... Þær eru æði. Begga vinkona er með eina svona græna í glugganum hjá sér og ég féll alveg fyrir henni.
En well, Elva, Torfi og Úlfur komu svo í heimsókn og við horfðum saman á Tékkana gjörsamlega ganga frá Íslendingum í handboltanum. Alveg svekkjandi hvað við erum eitthvað léleg þessa dagana í boltanum. Í alvöru þá finnur maður móralinn í íslensku samfélagi sveiflast með gengi "strákanna okkar". Þegar þeim gengur vel eru allir svo kátir og ánægðir og fjölmiðlarnir brosandi (einu jákvæðu fréttirnar oft á tíðum) en þegar þeir tapa þá fellur mórallinn í ákveðna lægð og fólk og fjölmiðlar pirra sig yfir því hvað þeir hafi nú verið lélegir greyin. Helst einhvern veginn í hendur finnst mér! Buðum svo Elvu og kó í heimagerða pizzu eftir leikinn. Úlfur er alltaf í stuði, alltaf brosandi og sætur.
Þannig fór um helgi þá. Sem sagt, ekkert slúður og ekkert spes að gerast. En þannig eru oft bestu helgarnar.
Comments:
Skrifa ummæli