<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 23, 2004

Bóndadagurinn 

Já, bónadagurinn er loksins runninn upp! Loks fæ ég tækifæri á að gleðja bónda minn. Eeeemmmmeett. Æ, ég veit það ekki - finnst svona skipulagðir "gleðji-dagar" ekki alveg vera að funkera. Það á ekki að þurfa að segja manni að vera með surprise - þá er það ekkert surprise lengur. Maður á bara að fatta upp á því sjálfur á ósköp venjulegum dögum. Þá kemur það á óvart. Það er búið að búa til þvílíkar væntingar hjá öllum körlum að þeir verða bara fyrir vonbrigðum þegar þeir fá "bara blóm" eða "bara dinner" sem konan eldar hvort eð er alla aðra daga ársins. Svo held ég að körlum finnist ekkert gaman að fá blóm. Það eru bara kellurnar sem vilja gefa þeim blóm af því þeim langar svo í góða lykt og fegurð í stofuna hjá sér. Alla vega flestir karlmenn - vill nú ekkert vera að alhæfa hér neitt.

En verð að segja ykkur frá alveg hrikalegustu póstsamskiptum sem áttu sér stað hér í IMG á meðal kvenna, en hér er meilgrúppa sem heitir "konur" og aðeins konur fá þann póst sem er sendur á það. Og í gær byrjaði ein að spyrja okkur hvað við ætluðum nú að gera fyrir mennina okkar á bóndadaginn, hvort við gætum nú ekki skipst á hugmyndum...jæks! Einhverjar ætluðu að elda góðan mat, aðrar stungu upp á þriggja mánaða áskrift að Sýn...oj, þetta voru alveg hrikalegar samræður. Þær sem mest tóku þátt í þessum póstsamskiptum eru aðeins eldri en við - kannski er þetta kynslóðabilið - wow - veit það ekki. Að við þessar yngri erum meiri rebels og finnst þetta ekki viðeigandi á meðan hinar gömlu og "góðu" halda sig við hefðirnar því "þannig á þetta að vera"? Nei, bara pæling.

Kannski er samt hægt að líta á tilganginn með bóndadeginum nú á dögum sem svona tæki til að "hrista upp í fólki". Að minna það á að það getur brotist út úr viðjum vanans. Að hversdagurinn þurfi ekki að vera leiðinlegur af því hann er hversdags. Að lítil tilbreyting er oft allt sem þarf.

Hvað sem þessi dagur er eða gerir þá fær Vigginn alla vega knús frá mér, en það er ekki í tilefni dagsins. Bara í tilefni þess að ég elska hann - hvort sem það er bóndadagurinn eða ósköp venjulegur föstudagur.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker