<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 10, 2003

Sílíkonur 

Frábær titill á heimildamyndaþætti sem var í sjónvarpinu í gær. Um konur með sílíkon = sílíkonur! Snilld. Þátturinn sem var danskur, sagði frá einni 91 árs kellu sem fór í lýtaaðgerð til að líta yngri út! Hún lét fylla upp í hrukkurnar og leit út fyrir að vera ekki deginum eldri en 86 ára!! haha! Hún sagðist hafa látið til skara skríða til að líta ekki út fyrir að vera elst í bingóinu sem hún fer í tvisvar í viku! Alveg ótrúleg kelling. Svo sagði frá annarri sem lét laga á sér nefið. Mér fannst þetta eiginlega merkilegasta sagan af þeim öllum. Konan sem fór í aðgerðina er frá Íran en býr í Danmörku og vildi losna við íranska nefið og þar með ákveðin etnísk einkenni. Lýtalæknirinn sagði svona aðgerðir, þ.e. að fólk vildi fá norrænna og evrópskara nef, mjög algengar meðal araba og austur evrópubúa. Alveg ótrúlegt. Ætli henni vegni betur í Köben með danskt nef? Jú, kannski. Alveg hugsanlegt. Og þá fór ég að spá, hún á börn, þau eru örugglega með hennar nef, þ.e. ekki danskt nef, og ætli henni finnist þá nefið á börnunum sínum ljótt? Og börnin bara ljót og sendi þau kannski í aðgerð þegar á líður? Svo var þriðja sagan af þessari klikkó sem lét troða silíkoni í rasskinnarnar á sér af því greyið var svo flatrassa. Shut up! Flatrass, flatrass, flatrass....! Hún var 38 ára, single, barnlaus, með stórt ör á nefinu - en hún var flatrass og bara gat ekki lifað þannig. Hefði frekar átt að eyða peningunum í geðlækni, eins og reyndar þáttastjórnandinn stakk upp á við hana. Hún bara roðnaði og gat engu svarað. Alveg ótrúlegt!

En þátturinn Extreme makover er náttúrulega bara klikkaðastur. Þar voru tvær konur teknar í gegn í kvöld. Þá meina ég algjörlega í gegn í andlitinu og á líkamanum. Svo eftir 6 vikur þegar þær voru búnar að fá ný og fín andlit og minni mjaðmir og betri brjóst, hittu þær vini og ættingja sem voru jú bara venjulegt fólk (og margir meira að segja mjög líkir þeim = ekki perfect eða ljót - því þetta voru jú foreldrar og systkini!!!) sem klöppuðu og grétu fyrir þeirra hönd. Æjæjæj.

Erla sílíkona: Já, læknir, ég ætla að fá nýtt nef, er eitthvað orðin svo leið á þessari kartöflu sem skrælnar alltaf big time á sumrin.
Læknir: Já, ekkert mál. Hérna er katalóginn með vinsælustu nefjunum. Það verða 300 þúsund krónur. Visa eða Euro?
Erla sílíkona: Uh... heyrðu, ég get eiginlega ekki valið á milli þess hvort ég vilji gáfulegt skíðabrekkunef eða uppbrett fyrirsætunef...oh, þetta er svo erfitt.... bíddu, ég ætla að velja Claudíu Schiffer nefið takk.... uh, bara debet sko.
Læknir: Eitthvað fleira?
Erla sílíkona: Já, kannski ögn af fitusogi á utanverðum lærum, er ekki alveg að gera sig svona á heitum íslenskum sumardögum í Laugardalnum.
Læknir: Ekkert mál, hvað marga sentimetra af?
Erla sílíokona: Bara slatta takk. Kannski þannig að ég passi í buxur nr. 28 (er sko nú í 32 - aaaaaallltof feit)
Læknir: Ekkert mál. Myndirðu kannski vilja að ég setti úrgangsfituna úr lærunum í brjóstin, varirnar, hökuna... þú ert nú með svo litla og apalega höku...., eða jafnvel kinnbeinin - það mætti nú alveg hækka þau aðeins, ert soldið búlduleit svona. Þú veist það er ekki í tísku.
Erla sílíkona: Já, vá! Sniðug hugmynd. Bara endilega smá á hvern stað takk. Vá ég á eftir að vera alveg í tísku! Jei.

Og lendi svo á Kleppi.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker