<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 26, 2003

Hjálparstarf 

Mig hefur alltaf langað til að vinna við einhvers konar hjálparstarf. Taka þátt í því að gera heiminn að betri stað. Að hjálpa þeim sem virkilega þurfa þess. Held það sé aldrei nóg gert af því. Ég man að einu sinni in the old days fór mamma til spákonu og þá sagði spákonan að ég myndi læra eða vinna við eitthvað tengdu hjálparstarfi. Oh, hvað ég vona að hún hafi rétt fyrir sér! Mér fannst það doldið fyndið þá, en þá var ég man ég búin að ákveða að fara í lögfræði! Sjúkket að ég gerði það svo ekki. Ég fór í mannfræðina sem var svakalega gaman og gaf mér alveg fullt. En mig langar að nota þetta úti í heimi í svona alvöru hjálparstarfi. Hérna heima er bara um svo litla atvinnumöguleika að ræða. Það er annað hvort Rauði Krossinn eða bara ekki neitt!

Ég ætla reyndar að sækja um hjá Rauða Krossinum sem sendifulltrúi í janúar, en þá verða sendifulltrúastöðurnar auglýstar næst. Þá verður fólk valið til að fara á sérstakt sendifulltrúanámskeið og að lokum stendur eftir hópur fólks sem verður að vera í startholunum ef það kemur upp krísa einhvers staðar úti í heimi. Sumir fara samt aldrei neitt. Eru bara endalaust á listanum. Og mig langar það ekki! Svo spurningin er hvort maður leiti í annað erlendis. Don´t know. Atli hennar Ellu Dóru í vinnunni þekkir víst rekstrarstjóra Americares mjög vel, en það eru stór óháð hjálparsamtök úti í USA. Spurning um að hann plöggi mig inn?! Það væri auðvitað bara draumur sko. En það væri þess virði að tékka á því. Þarf að tala við Atla sem fyrst!

Ég hreinlega veit ekki af hverju þetta kallar svona í mig. Líklega einhver ævintýramennska. Ég man þegar við vorum að ferðast á Indlandi, þegar við fórum á munaðarleysingjaheimili ABC hjálparstarfs í heimsókn, þá langaði mig bara að vera með og taka þátt. Gvuð, krakkarnir þar voru líka svo hriiikalega sætir.

Svo er það alltaf þessi spurning - það er ekkert hrikalega praktískt að fara út í heim og vinna fyrir lítinn eða engan pening, húsið og pakkinn borgar sig víst ekki sjálfur. Og hvað ætti Vigginn svo sem að gera? Alls staðar fyrirstöður. En if you want it þá er bara að blása á það allt í bili.

Já, mann langar svo margt!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker